Sjálfstætt líf
Sjálfstætt líf ehf. er samfélagsmiðað umsýslufélag sem veitir heildstæða og sérsniðna þjónustu fyrir fólk með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Markmið félagsins er að styðja við sjálfstætt líf fatlaðs fólks með því að veita áreiðanlega umsýslu, faglega ráðgjöf og fræðslu fyrir verkstjórnendur, aðstoðarfólk og aðstandendur.

Þjónustan
Stuðningur við alla þætti NPA – frá umsókn til daglegrar starfsemi.
- Starfsmannahald
- Vaktir og skráningar
- Fræðsla og leiðsögn
- Öryggi og vinnuumhverfi
- Almenn umsýsla
- Sérsniðin þjónust

NPA og börn
Með NPA geta börn fengið stuðning á eigin forsendum sem gerir þeim kleift að taka meiri þátt í samfélaginu, menntast, eiga vini og taka ákvarðanir um eigið líf. Þetta skiptir sköpum fyrir sjálfstæðisþroska og lífsgæði barna og undirbýr þau fyrir framtíð þar sem þau hafa meira vald yfir eigin lífi.

Um félagið
frelsi–heiðarleiki–áreiðanleiki-sveigjanleiki
Grunngildin endurspegla skuldbindingu félagsins til að veita persónumiðaða og skilvirka þjónustu fyrir fólk með NPA samninga