Umsýslufélagið Sjálfstætt líf

Sjálfstætt líf er umsýslufélag sem starfar á grunni hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf og mannréttindi fatlaðs fólks. Félagið var stofnað með það að markmiði að bjóða upp á þjónustu sem væri sniðin að þörfum hvers og eins.

Félagið er rekið án hagnaðarsjónarmiða og byggir á gildunum frelsi, heiðarleiki, áreiðanleiki og sveigjanleiki. Þjónustan miðast að því að styðja við verkstjórnendur og aðstoðarfólk þeirra, með traustum samskiptum, skýrleika og virðingu fyrir fjölbreyttum aðstæðum og óskum.

Markmið félagsins

Að veita trausta og sveigjanlega umsýsluþjónustu fyrir fólk með NPA samninga, með áherslu á mannlega nálgun og virðingu.

Að skapa raunhæfan valkost á umsýslumarkaðnum fyrir þau sem þurfa meiri eða minni stuðning við framkvæmd samningsins.

Að stuðla að sjálfstæðu lífi, mannréttindum og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu á eigin forsendum.

Að veita fræðslu og stuðning til verkstjórnenda, aðstoðarfólks og annarra sem tengjast NPA þjónustu.

Að tryggja faglega ráðgjöf og lausnamiðaðan stuðning í anda jafningja og samvinnu.

Forsaga og stofnun

Að baki stofnun Sjálfstætt líf ehf. er Inga Dóra Glan Guðmundsdóttir, sem hefur á undanförnum árum öðlast víðtæka reynslu í beinum samskiptum við fjölbreyttan hóp fólks sem nýtir sér NPA þjónustu. Í gegnum þau samskipti varð henni ljóst að þörf er á þjónustu sem aðlagast raunverulegum óskum og þörfum hvers og eins – hvort sem um ræðir fólk með þroskahömlun, börn og foreldra þeirra, eða einstaklinga sem vilja meiri sveigjanleika í umsýslu samningsins.

Þessi dýrmæta innsýn í fjölbreyttar væntingar og aðstæður fólks varð kveikjan að stofnun Sjálfstætt líf ehf. Félagið var sett á laggirnar til að mæta fólki þar sem það er statt – með virðingu, sveigjanleika og raunverulegum valkostum – óháð aldri, aðstæðum eða stuðningsþörf. Sjálfstætt líf ehf. var sett á laggirnar til að veita þjónustu sem nær til allra – óháð aldri, aðstæðum eða stuðningsþörf. í þessum samskiptum varð undirstaða Sjálfstætt líf ehf., sem var stofnað til að veita þjónustu sem tekur mið af fjölbreytileikanum í raunverulegum þörfum fólks – óháð aldri, aðstæðum eða hversu mikla eða litla aðstoð það kýs að fá.