Börn með réttindi

–ekki bara vernd

Fötluð börn eru ekki aðeins einstaklingar í umsjá – þau eru manneskjur með sjálfstæð réttindi, raddir og drauma. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) og Barnasáttmálanum eiga börn rétt á að lifa sjálfstæðu lífi, taka þátt í samfélaginu og fá stuðning við að vaxa og þroskast á eigin forsendum.

Sjálfstæði byrjar í barnæsku

Þegar fatlað barn fær að taka þátt í eigin lífi með stuðningi, lærir það að það hefur rödd og áhrif. Það er forsenda valdeflingar og grunnurinn að sjálfstæði síðar á lífsleiðinni.

Sjálfstætt líf er ekki eitthvað sem byrjar við 18 ára aldur – það byrjar með viðhorfum, stuðningi og uppeldi. Það felur í sér að börn fái:

  • Að tjá sig og taka þátt í ákvörðunum sem varða líf þeirra
  • Aðstoð við daglegt líf sem er skipulögð með virðingu fyrir sjálfræði
  • Aðstoð við að þróa félagsleg tengsl, læra, spyrja, prófa og vaxa
  • Tækifæri til að vera hluti af samfélagi og fjölskyldu, ekki á jaðri þess

Réttur barna til NPA

– staðfest með úrskurði

Á Íslandi hafa sveitarfélög oft talið að börn eigi ekki rétt á NPA – þar til Úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚRVEL) staðfesti hið gagnstæða. Í máli sem laut að barni sem sótti um NPA synjaði sveitarfélagið umsókninni með vísan til þess að barnið væri undir 18 ára aldri.

ÚRVEL vísaði þeirri túlkun á bug og benti á:

  • Lög nr. 38/2018 gera ekki kröfu um að umsækjandi sé orðinn 18 ára
  • Aðalatriðið sé að einstaklingurinn hafi mikla og viðvarandi þörf fyrir aðstoð
  • Aldursskilyrði sveitarfélagsins brjóti gegn lögunum og markmiðum þeirra
  • Barn eigi rétt á aðstoð sem sé skipulögð út frá þörfum, óskum og virðingu
Valdefling barna​

- og hlutverk samfélagsins​

  • Sjái börn sem virka þátttakendur, ekki aðeins „þiggjendur þjónustu“
  • Tryggi að þjónusta sé ekki aðeins veitt til að „hjálpa foreldrum“ – heldur til að styðja barnið sjálft
  • Viðurkenni að stuðningur við sjálfræði barns skapar tækifæri til þroska, ábyrgðar og samfélagslegrar þátttöku

Þróa þarf úrræði, verklag og viðhorf sem endurspegla fjölbreytileika barna og styðja markvisst við sjálfstæði þeirra á eigin forsendum

NPA fyrir börn

– mikilvægt skref í átt að inngildingu

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er ekki aðeins fyrir fullorðna – hún getur verið leið fatlaðs barns til að:

  • Ráða ferð sinni í skóla og frítíma
  • Vera með jafnöldrum sínum á eigin forsendum
  • Fá stuðning án aðgreiningar
  • Taka þátt í lífinu með reisn, öryggi og valfrelsi

Það er því réttinda- og valdeflingarmál að börn hafi sömu möguleika á NPA og fullorðnir.

Það sem við kennum börnum skiptir máli. Þau læra af því sem þau upplifa: hvort þau hafa rödd, hvort þau megi taka þátt og hvort þeirra þarfir séu teknar alvarlega. 

Þess vegna þarf að tryggja að fötlun sé ekki hindrun – heldur hluti af þeirri fjölbreytilegu leið sem börn fara til að verða að sjálfstæðum einstaklingum.

Fötluð börn eru ekki að bíða eftir réttindum – þau eiga þau nú þegar. Samfélagið þarf að opna dyrnar, hlusta á þau og treysta þeim