Við aðstoðum við auglýsingar, atvinnuviðtöl, ráðningar, ráðningarsamninga og starfslýsingar. Þú getur fengið leiðsögn í öllum samskiptum við aðstoðarfólk, frá prufuvakt til uppsagnar.
Vaktir og skráningar
Við hjálpum þér að skipuleggja vaktaplön og leiðir til að halda utan um vinnutíma. Þú skráir tímana – við sjáum um að launin séu greidd.
Öryggi og vinnuumhverfi
Við aðstoðum við áhættumat og öryggisatriði á heimilinu, eins og yfirferð öryggisbúnaðar. Þú færð einfaldar lausnir og stuðning til að uppfylla skyldur þínar án flækjustigs.
Fræðsla og leiðsögn
Fræðsla um hlutverk og ábyrgð verkstjórnanda, aðstoðarfólks og umsýslufélagsins – auk kjarasamninga og hugmyndafræði sjálfstæðs lífs.
Almenn umsýsla
Við sjáum um mánaðarlega launakeyrslu og skil á launatengdum gjöldum, auk þess að skila rekstrarskýrslum til sveitarfélaga.
Sérsniðin þjónusta
Sumir verkstjórnendur þurfa minna af einum þjónustuþætti en meira af öðrum.